Umhverfisdagurinn 2018
Umhverfisdagurinn var í dag, miðvikudag 25. apríl. Umhverfisnefnd skólans, sem skipuð er fulltrúum frá öllum nemendastigum, foreldrum, stjórnendum og ýmsum umhverfissinnum, hafði undirbúið daginn vel og sett upp dagskrá til þess að árangurinn yrði sem mestur. Nemendur tíndu upp alls kyns rusl við skólann og í nágrenni hans, rökuðu, mokuðu, söfnuðu saman og flokkuðu. M.a. voru hengdar upp snúrur fyrir skólastigin, þar sem setja mátti rusl og ýta þannig undir kapp í brjóstum nemenda! Tókst dagurinn með ágætum, enda skipulag með besta móti og veðrið ágætt. Eins og meðfylgjandi myndir sýna, var framlag nemenda með ýmsum hætti!