Starfsdagur

Starfsdagur er í dag, mánudag 24. september. Deginum er að miklu leyti varið í kennsluáætlanir, þar sem starfsmenn skólans leggja línurnar í kennslu og námi fyrir komandi skólaár. Nk. föstudag, 28. september, verða svo þessar áætlanir til umræðu við foreldra og aðstandendur nemenda í skólanum. Þann dag verður engin hefðbundin kennsla. Eldri kennarar tóku sig til í morgunsárið og buðu öðrum starfsmönnum uppá kökur og fleira girnilegt meðlæti í tilefni dagsins. Vakti þetta frumkvæði almenna ánægju, enda sykurinn vel þeginn orkugjafi í önnum dagsins! Á meðfylgjandi mynd má sjá sýnishorn af þeim sykur- og hitaeiningaforða, sem í boði var, ásamt stoltum starfsmönnum yfir framtaki sínu!