Skip to content

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember sl. var „Dagur íslenskrar tungu“ haldinn hátíðlegur í Klettaskóla.  Hátíðin var tvískipt, yngri nemendur fyrir hádegi og þeir eldri eftir hádegi.  Dagskráin var fjölbreytt og einkenndist af ýmis konar söng- og leiknum atriðum og upplestri, þar sem margbreytileiki íslenskrar tungu var hafður í hávegum.  Var að vanda gerður góður rómur að skemmtiatriðunum og undirtektir hinar bestu!  Í upphafi dagskrár eldri nemenda vígði fyrrverandi tónmenntakennari skólans, Ólafur B. Ólafsson, nýjan flygil í eigu skólans.  Er um stórbrotið hljóðfæri að ræða og við hæfi að fá Ólaf á staðinn eftir margra ára þjónustu hans við skólann og þeirrar arfleiðar, sem hann skilur eftir sig m.a. í skólasöngnum og fleiri sköpunarverkum eftir hann.  Meðfylgjandi mynd er frá atriði 6. bekkjar.