Skip to content

Ný heimasíða

Ný heimasíða lítur nú dagsins ljós, og þar með verður sú gamla kvödd, en á henni birtist fyrsta færslan 22. ágúst 2011.  Sú færsla var um setningu skólans þá um haustið, sem fór fram í Perlunni.  Á þeim 7 árum, sem liðin eru, hafa orðið miklar breytingar á skólahúsnæðinu og viðburðir eins og skólasetningar komnar undir eigið þak skólans í stórum og glæsilegum húsakynnum.

Hlutverk heimasíðu er eflaust margþætt.  Hún opnar ákveðnar dyr að skólanum, geymir m.a.  upplýsingar um skólastarfið og getur orðið gagnvirk tenging við foreldra sem aðra áhugasama um skólann.  Reglulegur fréttaflutningur úr skólalífinu í máli og myndum er ætlað að tengja skólann nánari böndum við foreldra, nemendur og samfélagið og væntanlega verður svo áfram á nýrri heimasíðu.