Skip to content

Jólakaffihús íþróttakennara

Miklar jólaannir eru í skólanum um þessar mundir svo sem víðar í samfélaginu.  M.a. hafa æfingar staðið yfir á hinum sígilda helgileik, keppni farið fram í skreytingum á hurðum, og í dag, föstudag 14. desember, opnuðu íþróttakennarar sitt hefðbundna jólakaffihús í matsal skólans.  Var mikið um dýrðir í salnum, þar sem í boði voru annálaðar smákökur þeirra Baldurs, Bjössa og Sigurlínar auk rjóma og kakós.  Fengu magavöðvar nemenda nóg að starfa, enda fyrrnefndir starfsmenn miklir listamenn í þjálfun alls kyns vöðva, jafnt út- sem innvortis!  Meðfylgjandi mynd er úr matsalnum, þegar yngri hópur nemenda gætti sér að krásum íþróttakennaranna.