Skip to content

Kirkjuferð

Hin árlega kirkjuferð var í morgun.  Eins og mörg undanfarin ár var gengið yfir götuna til Fossvogskirkju þar sem fram fór stutt helgidagskrá.  Sungin voru jólalög og hlýtt á sögu, sem að sjálfsögðu var tengd hátíðinni, sem fram undan er.  Stundin í kirkjunni var að venju notaleg samverustund og sannur jólaandi í lofti.  Meðfylgjandi mynd er af Fossvigskirkju í morgunskímunni.