Gleðilegt jól

Í dag, fimmtudag 20. desember, var seinasti skóladagur fyrir jól. Nemendur mættu að venju seinna í skólann og fyrst og fremst til þess að taka þátt í jólaskemmtun í íþróttasal og síðan inni í bekkjastofum. Mikil gleði einkenndi morguninn, gengið var í kringum jólatré og jólasöngvar sungnir. Þá komu jólasveinar í heimsókn og var ákaft fagnað. Sýning á helgileik var þó e.t.v. hápunkturinn, en hann hefur verið fastur liður í jóladagskránni í marga áratugi. Meðfylgjandi mynd er einmitt frá sýningu helgileiksins. Starfsfólk skólans óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 4. janúar 2019.