Skip to content

Kúluspilsmót á nýju ári

Nýja árið hefur hafist með krafti og skólastarfið komið á fleygiferð.  Nemendur sem starfsfólk er á sífelldum þönum um ganga og stofur og frímínútur eru alltaf vinsælar inni á milli í nýföllnum snjónum.  Öll tilbreyting frá skipulagðri dagskrá er þó vel þegin, og í morgun, föstudag 25. janúar, fóru t.a.m. fram undanúrslit í kúluspilsmóti í íþróttasal skólans á vegum íþróttakennara.  Hart var barist að venju og áhuginn og ánægjan alltaf í fyrirrúmi.  Meðfylgjandi mynd er frá keppni nemenda í 4.- 8.bekk.