100 daga hátíðin

100 daga hátíðin var haldin í eldri deildum skólans í morgun. Þessi hátíð er tiltölulega ný af nálinni í skólastarfinu, en á sér aðdraganda frá upphafi hvers skólaárs. Nemendur fylgjast með, hvernig tímanum vindur fram og merkja samviskusamlega við hvern skóladag sem líður og nálgast 100 daga markið. Nú var því sem sé náð, á degi stærðfræðinnar, sem fór vel saman með allri talningu á dögum á skólaárinu! Nemendur gerðu sér glaðan dag, skreyttu gólf og veggi með alls kyns veggspjöldum, þar sem sjá mátti slagorð, s.s. „Við erum 100 daga vitrari og klárari“!. Á meðfylgjandi mynd eru nemendur í 8. bekk, sem stilltu sér upp fyrir myndatöku, en á veggnum fyrir aftan og ofan þá sést í nokkur veggspjöld.