Skip to content

Þorrablót

Í dag, fimmtudag 14. febrúar, voru þorrablót haldin í skólanum, fyrir yngri deildir fyrir hádegi og þær eldri um hádegisbil. Blótin voru með hefðbundnu sniði, þorramatur, kynning á þjóðlegum siðum og áhöldum, rímur kveðnar og þorralög sungin. Loks var marserað fram og til baka í íþróttahúsinu og hópdansar stignir. Að venju voru þorrablótin hin mesta skemmtun, nemendur lágu ekki á liði sínu fremur en starfsmenn við að innbyrða matinn og njóta stundarinnar. Meðfylgjandi mynd er frá blóti yngri deilda.