Vetrarleyfi

Nk. mánudag og þriðjudag, 25. og 26. febrúar, er vetrarleyfi í Klettaskóla. Nemendur og starfsfólk fá þá langa helgi, sem eflaust verður nýtt til hvíldar og upplyftingar af ýmsu tagi. Væntanlega koma allir hressir í skólann, þegar hann hefst að nýju, samkvæmt stundaskrá, miðvikudaginn 27. febrúar. Njótið vetrarleyfisins!