Skip to content

Skólahreysti

Í dag, þriðjudag 2. apríl, hófst hin árlega skólahreysti í Klettaskóla. Nemendur munu næstu daga þreyta alls kyns þrautir í hinum nýja, veglega íþróttasal skólans, þar sem íþróttakennarar hafa komið fyrir tækjum og tólum, sem m.a. reyna á lipurð, þol og styrk. Skólahreystin er keppni, þar sem nemendur keppa við sjálfa sig og samnemendur sína og er hæfni þeirra mæld og metin. Að venju var glatt á Hjalla í íþróttasalnum, svitadroparnir féllu í takti við hvatningarópin, og met voru jöfnuð eða slegin ótt og títt! Meðfylgjandi mynd er úr íþróttasalnum í morgun, þegar unglingastigið hóf skólahreystina 2019.