Undirritun SAFT- samnings

Í morgun, miðvikudag, 3. apríl, fór fram athöfn í hátíðarsal skólans, sem tengd var SAFT. SAFT er skammstöfun á samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Ísland. Mættu á staðinn 3 ráðherrar ríkisstjórnarinnar ásamt fylgdarliði, og skrifuðu þeir undir SAFT- samning auk formanns heimilis og skóla. Skólakór Klettaskóla tróð m.a. upp og flutti nokkur lög. Fór athöfnin vel fram og var hin hátíðlegasta. Meðfylgjandi mynd sýnir ráðherra auk formanns heimilis og skóla hlýða á skólakórinn.