Skip to content

Páskaleyfi

Dagurinn í dag, föstudagur 12. apríl, var seinasti skóladagur fyrir páskaleyfi. Í mörgum skólastofum var því dagskrá dagsins með breyttu sniði, a.m.k. þegar líða fór að lokum skóladagsins. Íþróttakennarar veittu verðlaun fyrir skólahreysti í íþróttasalnum, en í kjölfarið var boðað til skemmtunar í salnum um hádegisbil. Meðfylgjandi mynd er tekin af afhendingu verðlauna til nemenda á miðstigi. Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst að loknu páskaleyfi, þriðjudaginn 23. apríl. Starfsfólk skólans óskar nemendum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegra páska.