Skip to content

Bókagjöf

Nemendur sem starfsmenn Klettaskóla fengu góða heimsókn í morgun, föstudag 3. maí. Gestirnir komu frá KrakkaRÚV, þáttastjórnandi Stundarinnar okkar, sjónvarpstökumenn og nokkrir krakkar með þeim í fylgd. Tilgangurinn var að færa skólanum gjöf, barnabækur, sem þessir krakkar höfðu unnið sér inn með því að lesa bækur og leysa úr spurningum og þrautum. Heimsóknin í skólann var lokaskrefið í þáttaröð, sem mun birtast síðar hjá RÚV. Skólakórinn söng nokkur lög, en síðan dreifðu RÚV- krakkarnir bókunum til nemenda Klettaskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendurna lyfta upp bókunum og þakka þar með fyrir sig!