Skip to content

Umhverfisdagurinn 2019

Hinn árlegi umhverfisdagur var haldinn í dag, miðvikudag 15. maí. Í anda sjálfbærni, einnar af grunnstoðum menntunar, þar sem umhverfisvernd er mikilvægur þáttur, er á hverju ári umhverfi skólans þrifið og unnið að markmiðum, sem sjá má frekar á heimasíðu Klettaskóla í grunnstoðum menntunar og umhverfissáttmála. Að sjálfsögðu var allt rusl flokkað í tiltekna poka, nemendur kynntust ákveðnu verklagi, lærðu að nota algeng verkfæri og voru vaktir til vitundar um mikilvægi umhverfisins. Þótt veðurguðir hafi að þessu sinni e.t.v. verið um of örlátir á regndropa himins, gekk verkið vel og var kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur og starfsmenn safnast saman, þar sem verkfæri og flokkunarílát voru til staðar, tilbúin að þjóna vinnufúsum höndum.