Skip to content

Skólaslit

Skólaslit voru í dag, föstudag 7. júní, í hátíðarsal skólans, hjá yngstu bekkjardeildum og miðdeildum árdegis og loks hjá þeim elstu eftir hádegi. Að venju voru skólalok hátíðleg, nemendur voru kvaddir og gengu síðan glaðir út í sumarið. Í ræðu skólastjóra hjá elstu nemendum kom m.a. fram, að 13 nemendur luku námi að þessu sinni og voru þeir sérstaklega kvaddir, þakkað fyrir samveru og samstarf til margra ára og óskað heilla í framtíðinni. Var þeim og aðstandendum þeirra boðið að athöfn lokinni til samsætis á efri hæð skólans, þar sem veitingar biðu þeirra. Skólaárið 2018- 2019 er þar með lokið, starfsfólk hverfur til annarra starfa og í sumarleyfi og væntir þess, að sem allra flestir skili sér í skólann að sumri loknu. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra af útskriftarnemum í lok útskriftar.