Skip to content

Skóli settur fyrir skólaárið 2019- 2020

Klettaskóli var settur í morgun, fimmtudag 22. ágúst. Skólastjóri flutti stutta ræðu, þar sem m.a. kom fram, að áralöngum framkvæmdum við skólann er nánast lokið. Gjörbreyting hefur orðið á húsakynnum og lóð, sem henta starfseminni mun betur en áður. Í vetur verða u.þ.b. 130 nemendur við nám og svipaður fjöldi starfsmanna, margir í hlutastarfi á móti frístundastarfsemi Öskju, sem flutt er í kjallara skólahússins . Áfram verður alls kyns nýbreytni- og þróunarstarf unnið við skólann, þar sem hæst ber tjá- og boðskipti með nýrri tækni og búnaði. Skólastjóri gat og um nýja heimasíðu, ráðningu skólahjúkrunarfræðings og góðar gjafir, sem borist hafa. Nokkur lög voru sungin, en svo fóru nemendur og aðstandendur þeirra til sinna bekkjastofa í fylgd starfsmanna. Skólastarf hefst svo á morgun samkvæmt stundaskrá. Á meðfylgjandi mynd má sjá skólastjóra í pontu og troðfullan sal af fólk.