Skip to content

Ólympíuhlaup

Í morgun, mánudag 30. september, var Ólympíuhlaup ÍSÍ þreytt af nemendum skólans.  Gengið var að duftgarði Fossvogskirkju og hlaupið tvo hringi  í kringum garðinn.  Tókst öllum að komast í mark, að sjálfsögðu á mismunandi hraða. hver með sínu lagi!  Veður var einstaklega gott og fagurt um að litast í Öskjuhlíðinni.  Meðfylgjandi mynd er tekin í rásmarkinu, þegar eldri nemendur eru að leggja af stað.

Minnt er á foreldraviðtöl í skólanum á morgun, þriðjudag, samkvæmt tilkynningu, sem foreldrum hefur borist.