Skip to content

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn í morgun í hátíðarsal skólans.  Allar bekkjadeildir fluttu skemmtiatriði fyrir framan skólafélagana, yngri deildir snemma í morgunsárið og þær eldri eftir hádegi.  Að venju var íslenskt mál í forgrunni, sungið, lesið, leikið og táknað, í öllum sínum margbreytileika.  Voru stundirnar í salnum hinar ánægjulegustu, en meðfylgjandi mynd er frá skemmtun eldri deilda.