Skip to content

Gleðileg jól 2019

Árlegur helgileikur var á dagskrá í skólanum í morgun, 20. desember, en leikurinn á sér áratuga sögu í starfsemi skólans og hjá forverum hans. Helgileikurinn er ávallt fluttur á seinasta skóladegi fyrir jólafrí,  markar þar með upphaf að væntanlegri hátíð, og finnst mörgum hinn sanni jólaandi fyrst koma þegar nemendur hafa sett jólaboðskapinn á svið. Skólakórinn söng að venju jólasálma með uppfærslu nemenda.

Starfsfólk Klettaskóla óskar nemendum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu.  Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá 6. janúar 2020 en starfsfólk mæti til starfa 3. janúar.