Skip to content

Þorrablót

Þorrablót voru haldin í skólanum í dag, yngri deildir blótuðu fyrir hádegi og þær eldri um og eftir hádegi. Þorramatur var að sjálfsögðu á boðstólum í matsalnum en einnig dagskrá í íþróttasalnum sem tengdist þorranum. Sungnir voru þorrasöngvar með Klettaskólakórnu, nemendur voru fræddir um lifnaðarhætti fyrr á tímum, þjóðlegan fatnað og gamla muni, rímur kveðnar og marserað undir stjórn íþróttakennara. Að venju var almenn ánægja með þessi tilbrigði í skólastarfinu. Meðfylgjandi mynd er frá dagskránni í íþróttasalnum hjá eldri nemendum.