Skip to content

Áhugaverð gjöf

Í seinustu viku heimsóttu skólann tveir, ungir menn frá hugbúnaðarfyrirtækinu Aldin. Þeir höfðu með sér tækjabúnað, Oculus- gleraugu, sem nota má til þess að upplifa sýndarveruleika. Vakti búnaðurinn mikinn áhuga og forvitni eldri nemenda sem og stjórnenda er veittu honum móttöku. Upplifunarbúnaður þessi er settur á höfuð viðkomandi sem horfir inn í tilbúinn „heim“ með alls kyns upplifunum fyrir sjón og heyrn. Verður fróðlegt að nýta búnaðinn til kennslu en skynörvun margvísleg er m.a. á námskrá skólans.  Gefendum eru færðar kærar þakkir fyrir þessa áhugaverðu gjöf.  Meðfylgjandi mynd er frá heimsókn Aldin- manna í skólann.