Skip to content

Skólahald fram að páskaleyfi

Það fyrirkomulag, sem búið var að ákveða áður en nemendur og starfsfólk skólans fóru í sóttkví um miðjan mars, tekur nú gildi dagana fram að pákskaleyfi.   Í stórum dráttum er það eftirfarandi:

Helmingur bekkja mun mæta annan daginn og hinir hinn daginn. Starfsmenn munu því mæta annan hvern dag. Markmiðið er að ekki séu allir í húsinu á sama tíma og koma þannig til móts við tilmæli frá trúnaðarlækni vegna Covid- 19 veirunnar.  Bekkirnir munu sem sagt vera fullan skóladag en bara annan hvern dag. Sérgreinar falla niður sem og sameiginlegt borðhald. Samband hefur verið haft við foreldra vegna þessara breytinga og munu þeir áfram fá upplýsingar reglulega frá bekkjakennurum og stjórnendum um gang mála.