Skip to content

Gleðilega páska

Í dag, föstudag 3. apríl, var seinasti skóladagur fyrir páskafrí.  Skóli hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl og í samræmi við þá skipan á skólahaldinu sem verið hefur nema annað verði tilkynnt.  Ljóst er að páskaleyfið er nú á mjög óvenjulegum tímum hjá nemendum og starfsfólki skólans sem öðrum þegnum þjóðfélagsins.  Vonandi verða þeir dagar, sem í hönd fara, þó ánægjulegir fyrir alla og betri tímar bíði með hækkandi sól.  Gleðilega páska!