Skip to content

Fuglaveröld Ólafs B. Ólafssonar á dagskrá næsta skólaár

Ólafur B. Ólafsson fyrrverandi tónmenntakennari Klettaskóla hlaut á dögunum styrk úr Barnamenningarsjóði til að vinna að verkefni sínu Fuglaveröld. Söngleikurinn Fuglaveröld er frumsamið verðlaunaverkefni af Ólafi og mun hann vinna með nemendum Klettaskóla að söngleiknum nk. skólaár 2021. Sú vinna mun svo enda með nemendasýningu í hátíðarsal skólans á Barnamenningarhátíð í apríl 2021. Fuglaveröld verður því eitt af verkefnum Barnamenningarhátíðar vorið 2021. Ólafi er óskað til hamingju með styrkinn og það er  tilhlökkunarefni að fá hann til starfa á næsta skólaári með svo áhugavert námsefni sem Fuglaveröldin er.  Á meðfylgjandi mynd er Ólafur við styrkveitinguna ásamt forsætisráðherra og ráðherra mennta- og menningarmála.