Vorhátíðin

Vorhátíð skólans var í dag, fimmtudaginn 4. júní. Nemendur sem starfsfólk spókuðu sig á skólalóðinni í sumri og sól, en veður var hið besta. Að venju var boðið upp á ýmsa afþreyingu í kjölfar þess að skólakórinn söng og skólastjóri hafði sett hátíðina. Hoppukastalar voru til takst ásamt leiktækjunum á lóðinni og þá var boðið upp á pulsur og drykki. Að þessu sinni voru engir gestir vegna kórónufaraldursins. Á morgun verða skólaslit, nemendur fara að þeim loknum í sumarfrí, en starfsfólk verður áfram að störfum fram í næstu viku. Meðfylgjandi mynd er frá setningu vorhátíðarinnar.