Ný skólastýra

Starfsfólk Klettaskóla mætti til vinnu í dag, mánudaginn 17. ágúst. Framundan eru starfsdagar, þar sem væntanlegt skólaár er skipulagt og allt haft til reiðu, þegar skóli verður settur að viku liðinni, mánudaginn 24. ágúst. Einhverjar breytingar verða á starfsfólki en að mestu leyti er hópurinn óbreyttur. Þó hefur Árni Einarsson horfið til annarra starfa, en í hans stað er komin ný skólastýra, Arnheiður Helgadóttir. Arnheiður hefur langa reynslu í sérkennslumálum, hún var síðast verkefnastjóri í sérkennslu á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, en hafði áður sinnt kennslu víða m.a. í Öskjuhlíðarskóla, forvera Klettaskóla.