Skip to content

Skólasetning og vetrarstarf hafið

Klettaskóli var settur sl. mánudag 24. ágúst sl.  Nemendur mættu í skólann á mismunandi tímum vegna covid- veirunnar og sem fæstir aðstandendur í fylgt þeirra.  Ný skólastýra, Arnheiður Helgadóttir, setti skólann í fyrsta skipti.  Í dag, fimmtudag 27. ágúst, er skólastarf komið á fulla ferð, flestir starfsmenn gamalgrónir og þekkja vel til verka.  Hið sama á við nemendur, sem vonandi bæta færni sína sem mest á komandi vikum og mánuðum. Meðfylgjandi mynd er frá skólasetningu í hátíðarsal Klettaskóla.