Skip to content

Tölum saman í frímínútum

Síðastliðinn vetur hlaut Klettaskóli þróunarstyrk á vegum Menntastefnu Reykjavíkurborgar, “Látum draumana rætast”. Styrkurinn er ætlaður til að þróa leiðir til tjáskipta.  Nú hefur styrknum verið ráðstafað að hluta meðal annars til kaupa á tækjabúnaði og tjáskiptaforritum. Í Klettaskóla  höfum við lengi átt þann draum að eignast tjáskiptatöflu á skólalóðina til að gefa öllum börnum skólans tækifæri til að tjá sig í frímínútum. Með tilkomu þessa styrks er þessi draumur orðinn að veruleika. Boðskiptateymi skólans ásamt ráðgjafa unnu saman að því að velja orð til að setja á tjáskiptatöfluna. Í samvinnu við Xprent sem sá um uppsetningu og frágang á lóð skólans erum við nú komin með þetta fallega skilti sem nemendur okkar hafa aðgang að í frímínútum. Nú hafa allir nemendur skólans möguleika á að tjá sig um hvað þeir vilja gera og hvernig þeim líður í frímínútum.