Ævintýri í Sunnulundi

Smíða- og textílkennarar hafa undanfarið verið með útikennslu í grenndarskóg Klettaskóla, Sunnulundi. Alls kyns verkefni hafa verið á dagskrá fyrir nemendur, þar sem tengslin við náttúruna eru nýtt í listsköpun. Í lok kennslustunda hafa nemendur og starfsfólk fengið kakó eða te. Margar skemmtilegar hugmyndir hafa orðið að veruleika þarna í skógarlundinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og hann breyst í sannkallaðan ævintýraskóg! Vonandi leika veðurguðir áfram við þessa skemmtilegu nýbreytni í skólastarfinu.