Skip to content

Borg í hátíðarsal!

Umsjónarmaður heimasíðu Klettaskóla var fullfljótur á sér um daginn, enda gagntekinn af hrifningu yfir húsaþyrpingu þeirri, sem gladdi augað á ferð hans um hátíðarsal skólans.  Í ljós kom, að húsaþyrping þessi var í óða önn að rísa, „byggingaframkvæmdum“ ekki lokið, hönnuðir sem verktakar hvergi nærri búnir að ganga frá og um borg fremur en þorp væri að ræða!  Síðar barst eftirfarandi tilkynning frá þeim auk meðfylgjandi myndar:

Nú er hún risin

með götur og hóla.

Tilbúin á

Heimasíðu Klettaskóla.