Gleðileg jól 2020

Seinasti skóladagur fyrir jól var í dag, föstudag 18. desember. Að venju var gleði ríkjandi á göngum og í skólastofum og hátíðarbragur yfir öllum. Ýmsar venjur sem skapast hafa í áranna rás hafa þurft að víkja fyrir þeim faraldri, sem hrjáð hefur heimsbyggðina á þessu ári. Á meðal slíkra er helgileikur nemenda, hápunkturinn á þessum tíma, en hann var á dagskrá í gær og í dag með lágmarksfjölda nemenda og án foreldra og ættingja á sýningunni. Til þess að bregðast við þessu var leikurinn myndaður og mun verða aðgengilegur á neti. Meðfylgjandi mynd er frá helgileiknum.
Starfsfólk skólans óskar nemendum sínum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og þakkar fyrir samveru og samstarf á liðnu ári. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá aftur að loknu jólaleyfi, mánudaginn 4. jan. 2021.