Skólastarf hafið á nýju ári, 2021

Nýtt skólaár er hafið og skólastarf komið í fastar skorður eftir jólafrí. Losað hefur verið um innanhússreglur vegna covid- veirunnar og kennsla aftur hafin í námsgreinum, sem slegið var á frest, þegar veirufárið hófst. Í því sambandi má nefna sund og heimilisfræði auk svokallaðra valáfanga, sem nú verða á dagskrá samkvæmt stundaskrá frá sl. hausti. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 8. bekk, önnum kafna í tölvutíma.