Skip to content

Kúluspilskeppni lokið

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mót í kúluspili á vegum íþróttakennara í skólanum. Hefur verið hart barist í keppni milli bekkjardeilda og nemendur þeirra lagt sig fram um að ná hagstæðum úrslitum. Í dag, föstudag 5. mars, var svo komið að því að heiðra sigurvegara og voru veglegir bikarar og heiðurspeningar í boði.  Meðfylgjandi mynd er frá keppninni. Íþróttakennarar hljóta hrós fyrir að brjóta upp venjur í skólastarfinu og bjóða upp á skemmtilega tilbreytingu!