Skólahreysti 2021

Íþróttakennarar skólans eru duglegir að brjóta upp skólastarfið með keppnum af ýmsum toga. Í dag, miðvikudag 24. mars, hófst hin árlega skólahreysti í íþróttasal, þar sem nemendur spreyta sig á alls kyns þrautum. Meðfylgjandi mynd er frá upphafsmínútum hreystinnar, þar sem nemandi í eldri deild er í tímatöku í miðri þrautabraut, umkringdur samnemendum og starfsfólki undir dúndrandi tónlist og hvatningarópum! Skólahreystinni verður fram haldið á morgun, fimmtudag.