Skip to content

Tilkynning frá skólastjórnendum

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10:10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við ríkjandi takmarkanir.

Starfsfólk mætir því í skólann samkvæmt stundaskrá 6. apríl nk., en nemendur ekki fyrr en kl. 10:10.