Eyrún Gísladóttir kveður skólann

Góður gestur kíkti í heimsókn 1. júní sl. Á ferðinni var Eyrún Gísladóttir, talmeinafræðingur, sem hefur verið viðloðandi skólann í áratugi en kom nú til þess að kveðja. Eyrún hóf störf sem talmeinafræðingur í Öskjuhlíðarskóla, forvera Klettaskóla, árið 1980 og hefur kennt fleiri árgöngum en nokkur annar núverandi starfsmaður. Reyndar er ekkert starfsfólk enn við störf frá árinu 1980. Eyrún hefur upplifað geysilegar breytingar á þessu árabili á öllum sviðum skólastarfsins, s.s. í fjölda og samsetningu starfsfólks sem nemenda, kennsluháttum, búnaði og húsakynnum. Á meðfylgjandi mynd er Eyrún með núverandi stjórnendum Klettaskóla, sem kvöddu hana með virktum, þökkuðu henni fyrir óvenju langt og farsælt starf við skólann og óskuðu henni velfarnaðar á þessum tímamótum.