Umhverfisdagurinn 2021

Í morgun, 7. júní, var árviss umhverfisdagur í Klettaskóla. Í anda umhverfissáttmála skólans, „Við skulum hjálpast að og gera jörðina hreina“, söfnuðust nemendur og starfsfólk saman á skólalóðinni og tíndu rusl af leiksvæði, fyrir framan aðalinngang og í nærumhverfi skólans. Umhverfisnefnd hafði tiltæk nauðsynleg áhöld, kústa, skóflur, hjólbörur og ruslapoka. Gekk verkið með ágætum þótt himnarnir hafa opnast um tíma og hellt ótæpilega regndropum yfir hreinsunarfólkið! Eftir hádegi kynnti umhverfisráð starfsemi sína í vetur og verðandi 9. bekkur tók við „umhverfiskeflinu“ fyrir næsta skólaár. Meðfylgjandi mynd er tekin á skólalóðinni í morgun.