Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi.
Formaður skóla- og frístundaráðs, Skúli Þ. Helgason, afhenti verðlaunin en þau hafa verið veitt árlega frá því 2003.
Í tilnefningu skólaársins 2020 – 2021 frá Klettaskóla var Gabriel Vokri í 10 B. fyrir valinu.
Kennarar vilja sjá vöxt og framfarir hjá nemendum sínum. Þetta er einmitt það sem við sjáum hjá Gabriel Vokra. Honum hefur farið fram á hverjum degi, bæði námslega og persónulega. Hann hefur alltaf verið tilbúinn að læra og er duglegur að tileinka sér nýja hluti. Gabriel Vokri hefur verið besta útgáfa af sjálfum á síðustu árum.
Innilega til hamingju með verðlaunin.