Skip to content

Skólaslit

Skólaslit voru í dag, 10. júní. Á tímum covid- faraldurs mættu nemendur bekkjardeilda á mismunandi tímum og kvöddu bekkjarfélaga sína og starfsmenn í heimastofum. Aðeins 10. bekkingar fengu afnot að hátíðarsal skólans, en þeir kveðja nú skólann, flestir eftir margra ára samvist, og halda á vit nýrra ævintýra í framhaldsskólum höfuðborgarsvæðis. Að venju var hátíðardagskrá af þessu tilefni. Kór Klettaskóla söng nokkur lög og fulltrúi nemenda, Emelía Ýr Gunnarsdóttir, hélt ræðu og minntist áranna í skólanum, sem nú væru á enda. Íþróttakennarar heiðruðu nemendur fyrir íþróttaafrek og svo fengu nemendur í hendur umsagnir um námárangur, bekkjarmynd og myndasafn úr skólalífinu á minnislykli. Skólastýra, Arnheiður Helgadóttir, flutti hátíðarræðu, rifjaði upp óvenjulegt skólaár, sem einkenndist af grímum, sóttvörnum og hólfaskiptingum. Þó stæði upp úr öllu þessu mikil aðlögunarhæfni nemenda og seigla! Nemendur hefðu þroskast mikið og sýnt framfarir í námi. Skólastýra lauk máli sínu með því að óska nemendum velfarnaðar, þakkaði samfylgdina í gegnum árin og óskaði þeim til hamingju með tímamótin.  Á meðfylgjandi mynd má sjá útskriftarhópinn skólaárið 2020- 2021.