Skip to content

Boð í Klettaborgina

Velkomin á sýninguna

Klettaborgin

Borgarbókasafni Reykjavíkur Grófinni

í tilefni að 10 ára afmæli Klettaskóla

  1. – 26. september

Opnunartímar bókasafnsins

Mánu– fimmtudagar 10:00 – 19:00

Föstudagur 10:00 – 18:00

Laugar– og sunnudagur 10:00 – 17:00

 

Klettaborgin er sameiginlegt verkefni nemenda Klettaskóla í List og verkgreinunum:  Myndmennt, smíði og hönnun, textíl og heimilisfræði.  Í Klettaskólann kemur mikið af pappaumbúðum.  Sú hugmynd kom upp að finna verkefni sem krefðist mikils magns af þessu efni, og niðurstaðan var sú að byggja hús og garða, sem saman mynda borg. Nemendur gátu valið mismunandi stærðir á húsin, og hófust svo handa við að teikna glugga og dyr, mála og skreyta gafla á persónulegan hátt með graffi og útsaumi. Skemmtilegar fígúrur, bakaðar í heimilisfræðinni, birtast hér og þar í borginni.

Sjá nánar:  https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/syning-klettaborgin-haldin-10-ara-afmaeli-klettaskola