Skip to content

Íþróttakennarar í Evrópuverkefni

Síðastliðin tvö ár hafa Íþróttakennarar Klettaskóla verið þátttakendur í ASorty verkefni á vegum Evrópusambandsins ásamt Slóveníu (Samtök um menningu án aðgreiningar) og Króatíu (Miðstöð einhverfu Rijeka)

Haldnir hafa verið margir vinnufundir og útbúin verkefni um íþróttaiðkun fólks á einhverfurófinu þar sem við höfum verið að læra hvert af öðru. Núna er þetta verkefni að klárast en síðustu fundirnir verða haldir á Íslandi í nóvember og í Slóveníu og Króatíu í desember.