Skip to content

Hanna Rún tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Í gær, þriðjudaginn 5. október, var alþjóðlegi kennaradagurinn, og í tilefni dagsins voru kynntar tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Þau ánægjulegu tíðindi voru kunngerð, að einn starfsmaður Klettaskóla, Hanna Rún Eiríksdóttir, er í hópi fimm kennara, sem tilnefndir voru. Verðlaun eru veitt þessum kennurum fyrir framúrskarandi skólastarf, í kennslu og þróun kennsluhátta.

Hanna Rún hefur starfað við Klettaskóla frá stofnun hans og hefur kennt börnum með alls kyns sértækar námsþarfir. Um nokkurt árabil hefur hún sérhæft sig í kennslu með augnstýrðan búnað, þar sem nemendur stýra aðgerðum í tölvum með augnhreyfingum. Hefur Hanna Rún unnið mikið frumkvöðulsstarf í Klettaskóla og verið óþreytandi við að þróa og kynna þessa nýbreytni í kennsluháttum innanlands sem utan. Hönnu Rún er óskað hjartanlega til hamingju með tilnefninguna . Á meðfylgjandi mynd má sjá Hönnu Rún leiðbeina nemanda í kennslu sinni.

Hér má sjá fleira um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2021.

Laugardaginn, 9. október, var áhugavert viðtal við Hönnu Rún í Morgunblaðinu:

https://drive


.google.com/uc?export=download&id=1OTzFV9atL2Wy9Nq3XHGWW7na8ZUyqP_F