Góðvild gefur

Góðvild kom færandi hendi í Klettaskóla og á myndinni má sjá er Guðrún Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri tók við sýndarveruleikagleraugum úr hendi Sigurðar H. Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Piotr Loj frá Virtual Dream Foundation.
Tækið verður notað til að kenna nemendum í skólanum og leyfa þeim að upplifa nýjan (sýndar)veruleika.
Gjöfinni fylgir kennsla fyrir starfsfólk og eftirfylgni en Piotr Loj mun sjá um kennsluna.
Það verður gaman að fylgjast með hvernig tækið nýtist skólanum og ef vel gengur þá gefur Góðvild fleiri sýndarveruleikagleraugu. Við þökkum kærlega fyrir góðan hug til skólans.