Skip to content

Hanna Rún fær íslensku menntaverðlaunin 2021

Þau ánægjulegu tíðindi birtust á sjónvarpsskjám landsmanna í gærkvöldi, 10. nóvember, að Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari í Klettaskóla, hafi hlotið íslensku menntaverðlaunin 2021 fyrir framúrskarandi skólastarf. Hanna Rún hafði verið tilnefnd ásamt nokkrum fleirum til þessara verðlauna, sem getið var hér á heimasíðu skólans fyrir nokkru (Sjá eldri frétt). Hönnu Rún er óskað innilega til hamingju með þessa vegsemd.  Hér má sjá frétt frá því í gærkvöldi á Mbl.is þegar tilkynnt var um það, hverjir fengu menntaverðlaunin.