Skip to content

Gleðileg jól

Í áratug hefur helgileikur nemenda í Klettaskóla markað sérstakt upphaf að jólahátíðinni hjá þeim sem og starfsmönnum. Þessi hefð á sér rætur til forvera skólans, Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Höfðaskóla, langt aftur til seinustu aldar. Að þessu sinni var hefðin rofin, og því veldur covid- veiran, en enginn helgileikur var á dagskrá í skólanum í fyrsta sinn í meira en hálfa öld. Þá vantaði fjölmarga seinasta skóladaginn fyrir jólafrí, bæði nemendur og starfsfólk, vegna smita og sóttkvíar. Skóladagar að undanförnu hafa mjög markast af þessu ástandi.

Þrátt fyrir allt lifir hinn sanni jólaandi!  Hann sýndi sig í stofum skólans og reyndist hann samur við sig. Gleði, gaman, tilhlökkun og hátíðleiki smitaðist út um gangana í dag eins og alltaf áður. Jólahátíðin var svo sannarlega hafin í Klettaskóla, covid- veiran breytti því ekki, þótt hún hafi leikið skólastarfið sérstaklega grátt seinustu daga.

Von um gleðileg jól fylgir öllum nemendum Klettaskóla út í jólafríið. Foreldrar þeirra og starfsfólk skólans fá sömuleiðis kveðjur og óskir um ánægjulega hátíð.