Skip to content

Loksins, loksins, loksins!

Eftir tveggja ára hlé var loksins hægt að opna matsalinn fyrir nemendur. Nokkrir höfðu á orði að þetta væri bara eins og að fara út að borða!  Nemendur höfðu greinilega engu gleymt þegar kom að því að flokka sorp eftir máltíðina.

Fleiri glöddust en nemendur, s.s. kokkurinn, sem var alsæll að fá alla krakkana sína inn í sal aftur eftir langt hlé!