Skip to content

Trúðar í heimsókn

Trúðar heimsóttu Klettaskóla í morgun, þriðjudag 5. apríl. og sýndu listir sínar í  íþróttasal skólans. Að venju voru móttökur góðar, nemendur sem starfsmenn kunnu vel að meta alls kyns kúnstir trúðanna. Þeir sýndu m.a. boltafimi af ýmsu tagi, sveifluðu sér í borðum og virkjuðu nemendur með sér undir ýmsum leikhljóðum. Að lokum stigu allir kjúklingadans. Takk fyrir ánægjulega samverustund, en langt er um liðið síðan skólinn hefur fengið skemmtikrafta í heimsókn.