Skip to content

Umhverfisdagurinn 2022

Í dag, 25. apríl, er afmælisdagur grænfánans sem jafnframt er Dagur umhverfisins. Í tilefni dagsins mættu allir, sem vettlingi gátu valdið, út á skólalóð og í næsta umhverfi hennar til þess að tína rusl. Ýmis áhöld voru til taks og létu margir hendur standa fram úr ermum til þess að prýða umhverfi sitt! Undir dúndrandi tónlist fylltist skólalóðin af iðjusömum nemendum sem starfsfólki og varð morgunninn einstaklega ánægjulegur enda skein sól í heiði og grænfáinn blakti vart í veðurblíðunni! Þá var frostpinnum útdeilt til kælingar, sem skemmdi sannarlega ekki þann góða vinnuanda sem ríkti!